Um okkur

Flóra & Co er netverslun með afar falleg gerviblóm. Við leggjum mikinn metnað í að blómin sem við bjóðum upp á séu vönduð og raunveruleg, ásamt fjölbreyttu úrvali sem kemur líka til með að aukast jafnt og þétt. Við bjóðum upp á stök blóm og tilbúna blómvendi. Einnig tökum við að okkur skreytingar fyrir veislur og viðburði og er þá hægt að leigja skreytingarnar af okkur. En skreytingarnar er hægt að sjá á Instagram síðunni okkar eins og er, @floraogco.is, en hægt verður að panta þær hér í netversluninni innan skamms. Þangað til er hægt að senda okkur skilaboð á Instagram eða á floraogco@floraogco.is til að fá frekari upplýsingar um skreytingarnar.

Við leggjum mikinn metnað og ástríðu í vinnu okkar með blómin, allt frá vali á þeim hjá framleiðendum og þar til þau berast til viðskiptavina okkar.

 

- Flóra & Co